Spurt & Svarað
Algengar spurningar
Getur fyrirtækið fengið styrk fyrir ...?
Áttin er vefgátt sem tekur á móti umsóknum fyrirtækja um fræðslustyrki og kemur þeim til úrvinnslu á viðkomandi starfsmenntasjóði sem tengjast Áttinni. Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks þjónustar Áttina fyrir hönd þeirra sjóða sem að henni standa.
Ekki er hægt að svara fyrirspurnum sem varða styrkveitingu starfsmenntasjóða í gegnum attin.is heldur þurfa fyrirtæki að hafa beint samband við viðeigandi starfsmenntasjóð vegna fyrirspurnar sem tengist þeim sjóði.
Ef ekki er vitað hvaða sjóð á að hafa samband við þá fer það eftir stéttarfélagsaðild þátttakenda í þeirri fræðslu sem sótt er um styrk fyrir. Ef starfsmannahópurinn (þátttakendur í fræðslunni) er dreifður í mörg stéttarfélög getur verið að það þurfi að hafa samband við fleiri en einn sjóð.
Smelltu hér til að sjá tengingu stéttarfélaga og starfsmenntasjóða sem tengjast Áttinni.
Hvar fæ ég frekari upplýsingar um starfsmenntasjóðina?
Rafmennt
Netfang: rafmennt@rafmennt.is
Vefsíða: https://www.rafmennt.is/
Iðan
Netfang: idan@idan.is
Vefsíða: https://www.idan.is/
Starfsafl
Netfang: starfsafl@starfsafl.is
Vefsíða: https://starfsafl.is/
Landsmennt og Sjómennt
Netfang: landsmennt@landsmennt.is
Vefsíða: https://landsmennt.is/
Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks og Starfsmenntasjóður verslunarinnar
Netfang: starfsmennt@starfsmennt.is
Vefsíða: https://www.starfsmennt.is/
Get ég skráð mig sem tengilið?
Það er ekkert sem mælir á móti því að aðgangur fyrirtækisins í Áttina sé samnýttur af öðru starfsfólki en aðeins skráður tengiliður fær upplýsingar sendar til dæmis þegar beðið er um nýtt lykilorð.
Ef óskað er eftir að breyta tengilið skal senda tölvupóst á attin@attin.is með kennitölu fyrirtækis, nafni og netfangi nýs tengiliðs.
Ég sótti um nýtt lykilorð, hvers vegna barst það ekki til mín?
Nýtt lykilorð berst aðeins skráðum tengilið (netfang). Sjá nánar undir „Get ég skráð mig sem tengilið?“
Hvernig fæ ég aðgang að Áttinni?
Þú þarft sem sagt ekki að sækja sérstaklega um aðgang áður en þú sækir um í fyrsta skipti.
Hvað fær fyrirtæki til staðfestingar eftir að búið er að afgreiða umsókn og greiða styrk?
Þarf fyrirtæki að hafa greitt lengi í sjóðina til að geta sótt um styrk í þá?
Hvenær er styrkur til fyrirtækja greiddur út?
Hvert skal leita til að fá nákvæmar tölur varðandi rétt á styrk hjá sjóðunum?
Hvað tekur afgreiðsla umsóknar langan tíma?
Í hvaða sjóði á ég að sækja?
Yfirlit um aðild stéttarfélaga að starfsmenntasjóðum atvinnulífsins (pdf)