Spurt & svarað GAMLA

Spurt & svarað GAMLA

Algengar spurningar

Hvað tekur afgreiðsla umsóknar langan tíma?
Frá 2 – 30 daga. Í sumum sjóðum/setrum fara umsóknir fyrirtækja fyrir stjórnir til afgreiðslu og þar af leiðandi getur afgreiðsla tekið lengri tíma. Stjórnarfundir sjóða/setra eru iðulega haldnir einu sinni í mánuði og því er hámarksviðmið afgreiðslu 30 dagar.
Hvernig fæ ég aðgang að Áttinni?

Ef þú ert að sækja um í fyrsta skipti þá fyllir þú í allar nauðsynlegar upplýsingar, bæði um fyrirtækið og verkefnið. Notendanafn og lykilorð skapast síðan þegar þú sendir umsóknina. Notendanafn verður kennitala fyrirtækisins og lykilorð færðu sent í pósti.

Þú þarft semsagt ekki að sækja sérstaklega um aðgang áður en þú sækir um í fyrsta skipti.

Í hvaða sjóði á ég að sækja?

Mörgum finnst flókið að finna í hvaða sjóði á að sækja. Það fer eftir stéttarfélagsaðild þátttakenda í þeirri fræðslu sem sótt er um styrk til. Ef starfsmannahópurinn (þátttakendur í fræðslunni) er dreifður í mörg stéttarfélög getur verið að það þurfi að haka við fleiri en einn sjóð í umsókn. Hér er yfirlit um aðild stéttarfélaga (og þar með félagsmanna) sem er gagnlegt að glugga í áður en sjóðir eru valdir í umsókn.

Yfirlit um aðild stéttarfélaga að starfsmenntasjóðum atvinnulífsins (pdf)

 

Hversu trúverðug/treystandi er reiknivélin?

Reiknivélin gefur aðeins áætlun um styrk, styrkveiting getur verið mismunandi eftir sjóðum/setrum. Viðmið við styrkupphæð er um 50-90% af kostnaði við fræðslu. Sjóðir/setur styrkja eingöngu sína félagsmenn.

Hvert skal leita til að fá nákvæmar tölur varðandi rétt á styrk hjá sjóðunum?

Sumir sjóðir/setur reikna réttindi fyrirtækja til styrkja út frá inngreiðslu iðgjalda síðustu mánuði. Best er að hafa samband við viðkomandi sjóð/setur ef óskað er eftir nánari upplýsingum.

Þarf fyrirtæki að hafa greitt lengi í sjóðina til að geta sótt um styrk í þá?

Sumir sjóðir/setur setja kröfu um lágmarkstíma aðildar að sjóðunum (greiðslu iðgjalda). Best er að hafa samband við viðkomandi sjóð/setur ef óskað er eftir nánari upplýsingum.

Hvað fær fyrirtæki til staðfestingar eftir að búið er að afgreiða umsókn og greiða styrk?

Í flestum tilvikum senda sjóðir/-setur svarbréf til fyrirtækisins þar sem tekið er fram upphæð styrks og útreikningar sem tengiliður umsóknar kemur síðan áleiðis til bókhalds fyrirtækisins. Svarbréfið er einnig hengt við umsóknina á Áttinni eftir afgreiðslu sjóða.

Hvernig sækir fyrirtæki um Fræðslustjóra að láni?

Það er gert hér á vefsíðunni (www.attin.is), Sækja um – takkinn, hakað við Fræðslustjóri að láni.

Hvenær er styrkur til fyrirtækja greiddur út?

Venjulegast er greitt út fáeinum dögum eftir að nauðsynleg fylgiskjöl hafa borist, þ.e. búið er að halda námskeiðið/þjálfunina og afrit af greiddum reikningi hefur borist ásamt lista yfir þátttakendur með kennitölum og stéttarfélagsaðild.

Hefur þú spurningu?

Hefur þú spurningu sem þig vantar svar við?

13 + 15 =