Spurt & svarað

Viltu fá persónulega aðstoð um fræðslu í fyrirtækjum og styrkmöguleika þína?

Ef fyrirtæki þitt óskar eftir stuttri heimsókn aðstandenda Áttarinnar þá vinsamlegast hafið samband á netfangið attin@attin.is, eða í síma 510-1780. Heimsóknin er án skuldbindinga eða kostnaðar fyrir fyrirtækið. Ennfremur er hægt að hafa beint samband við þá starfsmenntasjóði og fræðslusetur sem standa að Áttinni. Heimasíður sjóðanna og setranna er að finna í tenglum (nöfn sjóða) á umsóknarsíðu Áttarinnar.

Mörgum finnst flókið að finna í hvaða sjóði á að sækja. Það fer eftir stéttarfélagsaðild þátttakenda í þeirri fræðslu sem sótt er um styrk til. Ef starfsmannahópurinn (þátttakendur í fræðslunni) er dreifður í mörg stéttarfélög getur verið að það þurfi að haka við fleiri en einn sjóð í umsókn. Hér er yfirlit um aðild stéttarfélaga (og þar með félagsmanna) sem er gagnlegt að glugga í áður en sjóðir eru valdir í umsókn.

Algengar spurningar

Hvað tekur afgreiðsla umsóknar langan tíma?
Frá 2 – 30 daga. Í sumum sjóðum/setrum fara umsóknir fyrirtækja fyrir stjórnir til afgreiðslu og þar af leiðandi getur afgreiðsla tekið lengri tíma. Stjórnarfundir sjóða/setra eru iðulega haldnir einu sinni í mánuði og því er hámarksviðmið afgreiðslu 30 dagar.
Hvernig fæ ég aðgang að Áttinni?

Ef þú ert að sækja um í fyrsta skipti þá fyllir þú í allar nauðsynlegar upplýsingar, bæði um fyrirtækið og verkefnið. Notendanafn og lykilorð skapast síðan þegar þú sendir umsóknina. Notendanafn verður kennitala fyrirtækisins og lykilorð færðu sent í pósti.

Þú þarft semsagt ekki að sækja sérstaklega um aðgang áður en þú sækir um í fyrsta skipti.

Í hvaða sjóði á ég að sækja?

Mörgum finnst flókið að finna í hvaða sjóði á að sækja. Það fer eftir stéttarfélagsaðild þátttakenda í þeirri fræðslu sem sótt er um styrk til. Ef starfsmannahópurinn (þátttakendur í fræðslunni) er dreifður í mörg stéttarfélög getur verið að það þurfi að haka við fleiri en einn sjóð í umsókn. Hér er yfirlit um aðild stéttarfélaga (og þar með félagsmanna) sem er gagnlegt að glugga í áður en sjóðir eru valdir í umsókn.

Yfirlit um aðild stéttarfélaga að starfsmenntasjóðum atvinnulífsins (pdf)

 

Hversu trúverðug/treystandi er reiknivélin?

Reiknivélin gefur aðeins áætlun um styrk, styrkveiting getur verið mismunandi eftir sjóðum/setrum. Viðmið við styrkupphæð er um 50-80% af kostnaði við fræðslu. Sjóðir/setur styrkja eingöngu sína félagsmenn.

Hvert skal leita til að fá nákvæmar tölur varðandi rétt á styrk hjá sjóðunum?

Sumir sjóðir/setur reikna réttindi fyrirtækja til styrkja út frá inngreiðslu iðgjalda síðustu mánuði. Best er að hafa samband við viðkomandi sjóð/setur ef óskað er nánari upplýsinga.

Þarf fyrirtæki að hafa greitt lengi í sjóðina til að geta sótt um styrk í þá?

Sumir sjóðir/setur setja kröfu um lágmarkstíma aðildar að sjóðunum (greiðslu iðgjalda). Best er að hafa samband við viðkomandi sjóð/setur ef óskað er nánari upplýsinga.

Hvað fær fyrirtæki til staðfestingar eftir að búið er að afgreiða umsókn og greiða styrk?

Í flestum tilvikum senda sjóðir/-setur bréf til fyrirtækisins þar sem tekið er fram upphæð styrks og útreikningar sem tengiliður umsóknar kemur síðan áleiðis til bókhalds fyrirtækisins.

Hvernig sækir fyrirtæki um Fræðslustjóra að láni?

Það er gert hér á vefsíðunni (www.attin.is), Sækja um – takkinn, hakað við Fræðslustjóri að láni.

Hvenær er styrkur til fyrirtækja greiddur út?

Venjulegast er greitt út fáeinum dögum eftir að nauðsynleg fylgiskjöl hafa borist, þ.e. búið er að halda námskeiðið/þjálfunina og afrit reiknings hefur borist ásamt lista yfir þátttakendur með kennitölum og stéttarfélagsaðild.

Hefur þú spurningu?

Hefur þú spurningu sem þig vantar svar við?

4 + 9 =