fbpx
Áttin er vefgátt sem tekur á móti umsóknum fyrirtækja um fræðslustyrki og kemur þeim til úrvinnslu á viðkomandi starfsmenntasjóði sem tengjast Áttinni.

Fyrirtæki greiða iðgjald í starfsmenntasjóði/-setur og geta sótt um fyrirtækjastyrki til námskeiðahalds fyrir starfsfólk sitt eða vegna námskeiða sem starfsfólk sækir. Einnig geta fyrirtæki fengið fræðslustjóra að láni inn í fyrirtækið og styrki til eigin fræðslu. Upphæðir fyrirtækjastyrkja fara eftir reglum viðkomandi sjóðs.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn!

1. Reikningur á nafni og kennitölu fyrirtækis. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.

2. Greiðslustaðfesting s.s. skjáskot úr heimabanka.

3. Excel skjal yfir heildarfjölda þátttakenda með nafni,
kennitölu og stéttarfélagi þeirra sem tengjast sjóðunum.

4. Upplýsingar eða hlekkur frá fræðsluaðila um nám.