fbpx

Áttin er vefgátt sem tekur á móti umsóknum fyrirtækja um fræðslustyrki og kemur þeim til úrvinnslu á viðkomandi starfsmenntasjóði sem tengjast Áttinni.

Fyrirtæki greiða iðgjald í starfsmenntasjóði/-setur og geta sótt um fyrirtækjastyrki til námskeiðahalds fyrir starfsfólk sitt eða vegna námskeiða sem starfsfólk sækir. Einnig geta fyrirtæki fengið fræðslustjóra að láni inn í fyrirtækið og styrki til eigin fræðslu.

Upphæðir fyrirtækjastyrkja fara eftir reglum viðkomandi sjóðs.

Hér á vefgáttinni eru frekari upplýsingar um hvernig er sótt um, hvers konar styrkir eru í boði, reglur og listi yfir fræðsluaðila.

 

Mínar síður

Ef þú hefur sótt um áður getur þú skráð þig inn og sent inn nýja umsókn eða séð stöður fyrri umsókna.