Fræðslustjóri að láni

Gátlisti í upphafi verkefnis

 

Fræðslustjóri að láni  – Gátlisti í upphafi verkefnis 

Heiti fyrirtækis: 

Ráðgjafi verkefnis:  

Tengiliðir fyrirtækis 

Starfstöðvar fyrirtækis:   

Atriði sem fyrirtæki skulu skila skriflega inn til sjóðanna:  

 1. Af hverju er óskað eftir því að fara af stað með verkefnið og hverju vill fyrirtækið að það skili? 
 2. Er vilji og samþykki æðstu stjórnenda fyrir hendi að fara af stað með verkefnið? 
 3. Ef samþykki fæst ekki hjá öllum sjóðum, er fyrirtækið tilbúið í kostnaðarþátttöku? (þegar það á við) 
 4. Er stefna og framtíðarsýn fyrirtækis ljós? 
 5. Er fyrirliggjandi stefna í fræðslumálum? 
 6. Er svigrúm fyrir fræðslu innan fyrirtækisins ?  Í því felst að skoða hvernig hefur gengið að þjálfa og fræða starfsfólk fram til þessa, s.s. finna tíma fyrir fræðsluna innan vinnutímans, tryggja fræðslu allra starfshópa og þess háttar. 
 7. Er fyrirtækið tilbúið til þess að fjárfesta í innleiðingu á fræðslu? Með hvaða hætti sér fyrirtækið það fyrir sér (sérstaklega ef fyrirtækið er ekki með starfskraft sem heldur utan um fræðslu starfsfólks) 
 8. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur mögulega skiptingu á rýnihópum byggt á starfssviðum fyrirtækisins? 

Senda fyrirtækinu tvo hlekki með spurningunum: 

Hér er hlekkur á Fræðslustjóra að láni undirsíðuna: https://attin.is/fraedslustjori-ad-lani/   

Og hér er verksamningurinn:  Fyrirtæki hvatt til að rýna vel í verksamninginn og skoða þar hlutverk fyrirtækis sérstaklega. 

 

Annað sem kanna þarf hjá fyrirtæki og hægt að gera munnlega:  

Eru hindranir fyrirsjáanlegar innan fyrirtækisins? 

 • Eru breytingar framundan? 
 • Stækkun, sameining, samdráttur? 
 • Innleiðing á kerfum? 
 • Hindranir í daglegum rekstri? 
 • Hugmyndir um framþróun og framtíðarsýn? 

 

Ætlar fyrirtækið að styðjast við árangursmælikvarða? Hvernig sér það slíkt í framkvæmd? 

Sjóðir sem koma að verkefninu:  

Félagsfólk; hvernig er skipting meðal starfsfólks?  

Hlutverk fyrirtækis: Fulltrúi frá fyrirtækinu skal vera leiðandi í verkefninu og sjá til þess að allt starfsfólk fyrirtækisins sé upplýst um verkefnið áður en það hefst. Fyrirtækið skipar í rýnihópa í samráði við ráðgjafann. Fyrirtækið útvegar ráðgjafa þá aðstöðu og öll gögn sem eðlilega má ætla að þjóni hagsmunum verkefnisins. Fyrirtækið greiðir leið ráðgjafans á vinnustaðnum m.a. með því að tilnefna tengiliði sem hafi umsjón með verkefninu í fyrirtækinu.   

Starfsfólki skal vera heimilt að sitja fundi með ráðgjafanum á vinnutíma.  

Gert er ráð fyrir að stjórnendur fyrirtækisins skili álíka mörgum vinnutímum og sjóðirnir leggja í verkefnið. 

Að loknu verkefninu skal fulltrúi fyrirtækisins ásamt ráðgjafa kynna niðurstöður verkefnisins (fræðsluáætlun) fyrir stjórnendum, starfsfólki fyrirtækisins og starfsfólki sjóðanna. 

Fyrirtækið skal kappkosta að vinna að framkvæmd fræðsluáætlunarinnar og leita aðstoðar sjóða komi upp hindranir við framkvæmd hennar. 

Millifundur: Skal haldin með fulltrúum sjóða, fræðslustjóra og fulltrúum fyrirtækis. 

Afurð verkefnis: fræðsluáætlun til lengri eða skemmri tíma 

Samningur um innri fræðslu:  Þarf að skrifa undir áður en fræðslan fer af stað. Aðeins hjá Starfsafli og Landsmennt 

Lækkað iðgjald: Aðeins hjá Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks 

Styrkir til fræðslu: Mismunandi eftir sjóðum en getur verið allt að 75-90% af kostnaði. 

Sækja um styrki:  www.attin.is