fbpx

Spurt & Svarað

Algengar spurningar

Getur fyrirtækið fengið styrk fyrir ...?

Áttin er vefgátt sem tekur á móti umsóknum fyrirtækja um fræðslustyrki og kemur þeim til úrvinnslu á viðkomandi starfsmenntasjóði sem tengjast Áttinni. Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks þjónustar Áttina fyrir hönd þeirra sjóða sem að henni standa.

Ekki er hægt að svara fyrirspurnum sem varða styrkveitingu starfsmenntasjóða í gegnum attin.is heldur þurfa fyrirtæki að hafa beint samband við viðeigandi starfsmenntasjóð vegna fyrirspurnar sem tengist þeim sjóði.

Ef ekki er vitað hvaða sjóð á að hafa samband við þá fer það eftir stéttarfélagsaðild þátttakenda í þeirri fræðslu sem sótt er um styrk fyrir. Ef starfsmannahópurinn (þátttakendur í fræðslunni) er dreifður í mörg stéttarfélög getur verið að það þurfi að hafa samband við fleiri en einn sjóð.

Smelltu hér til að sjá tengingu stéttarfélaga og starfsmenntasjóða sem tengjast Áttinni.

Hvar fæ ég frekari upplýsingar um starfsmenntasjóðina?

Rafmennt
Netfang: rafmennt@rafmennt.is
Vefsíða: https://www.rafmennt.is/

Iðan
Netfang: idan@idan.is
Vefsíða: https://www.idan.is/

Starfsafl
Netfang: starfsafl@starfsafl.is
Vefsíða: https://starfsafl.is/

Landsmennt og Sjómennt
Netfang: landsmennt@landsmennt.is
Vefsíða: https://landsmennt.is/

Samband stjórnendafélaga
Netfang: stf@stf.is 
Vefsíða: https://stf.is/ 

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks og Starfsmenntasjóður verslunarinnar
Netfang: starfsmennt@starfsmennt.is
Vefsíða: https://www.starfsmennt.is/

Get ég skráð mig sem tengilið?
Hvert fyrirtæki (kennitala) getur eingöngu haft einn tengilið (netfang) skráðan.
Það er ekkert sem mælir á móti því að aðgangur fyrirtækisins í Áttina sé samnýttur af öðru starfsfólki en aðeins skráður tengiliður fær upplýsingar sendar til dæmis þegar beðið er um nýtt lykilorð.

Ef óskað er eftir að breyta tengilið skal senda tölvupóst á attin@attin.is með kennitölu fyrirtækis, nafni og netfangi nýs tengiliðs.

Ég sótti um nýtt lykilorð, hvers vegna barst það ekki til mín?

Nýtt lykilorð berst aðeins skráðum tengilið (netfang). Sjá nánar undir „Get ég skráð mig sem tengilið?“

Hvernig fæ ég aðgang að Áttinni?

Ef fyrirtæki er að sækja um í fyrsta skipti þá þarf að fylla út umsókn um styrk og skrá allar nauðsynlegar upplýsingar (*stjörnumerkt), bæði um fyrirtækið og verkefnið. Mínar síður fyrirtækisins myndast sjálfkrafa með fyrstu umsókn og er notendanafn alltaf kennitala fyrirtækisins og lykilorðið er sent á skráðan tengilið fyrirtækis.

Fyrirtæki þarf sem sagt ekki að sækja sérstaklega um aðgang áður en umsókn er send inn gegnum Áttina.

Hvað teljast fullnægjandi fylgigögn með umsókn?

1. Reikningur útgefinn af fræðsluaðila með eftirfarandi uppl.:
   1. Útgáfudagur.
   2. Nafn og kennitala fyrirtækis.
   3. Tegund sölu, þ.e. lýsingu á hinu selda.
   4. Magn, einingarverð og heildarverð eftir því sem við verður komið.

2. Greiðslustaðfesting – Æskilegt að fram komi:
   1. Dagsetning greiðslu.
   2. Nafn og kennitala fyrirtækis.
   3. Nafn og kennitala fræðsluaðila.
   4. Upphæð greiðslu og sýnilegt að hún hafi verið greidd.

3. Excel skjal með eftirfarandi uppl.:
   1. Kennitölur þátttakenda.
   2. Nöfn þátttakenda.
   3. Stéttarfélagsaðild.
Ef umsókn hefur fleiri en eitt námskeið þá þarf að koma fram hvaða þátttakandi sótti hvaða námskeið.

4. Almennar upplýsingar um nám/námskeið/ráðstefnu:
   1. Hlekkur frá fræðsluaðila eða skjal með nánari upplýsingum.
   2. Dagskrá þarf að fylgja umsókn v. ráðstefnu.

Hvað fær fyrirtæki til staðfestingar eftir að búið er að afgreiða umsókn og greiða styrk?
Í flestum tilvikum senda sjóðir/-setur svarbréf með upplýsingum um upphæð styrks eða styrkja á tengilið umsóknar. Honum ber að koma upplýsingum áleiðis til bókhaldsdeildar. Svarbréf er einnig hengt við umsóknina í Áttinni eftir afgreiðslu sjóða.
Þarf fyrirtæki að hafa greitt lengi í sjóðina til að geta sótt um styrk í þá?
Sumir sjóðir/setur setja kröfu um lágmarkstíma aðildar að sjóðunum (greiðslu iðgjalda). Best er að hafa samband við viðkomandi sjóð/setur ef óskað er eftir nánari upplýsingum.
Hvenær er styrkur til fyrirtækja greiddur út?
Venjulegast er greitt út fáeinum dögum eftir að nauðsynleg fylgiskjöl hafa borist, þ.e. búið er að halda námskeiðið/þjálfunina og afrit af greiddum reikningi hefur borist ásamt lista yfir þátttakendur með kennitölum og stéttarfélagsaðild.
Hvert skal leita til að fá nákvæmar tölur varðandi rétt á styrk hjá sjóðunum?
Sumir sjóðir/setur reikna réttindi fyrirtækja til styrkja út frá inngreiðslu iðgjalda síðustu mánuði. Best er að hafa samband við viðkomandi sjóð/setur ef óskað er eftir nánari upplýsingum.
Hvað tekur afgreiðsla umsóknar langan tíma?
Frá 2 – 30 daga. Í sumum sjóðum/setrum fara umsóknir fyrirtækja fyrir stjórnir til afgreiðslu og þar af leiðandi getur afgreiðsla tekið lengri tíma. Stjórnarfundir sjóða/setra eru iðulega haldnir einu sinni í mánuði og því er hámarksviðmið afgreiðslu 30 dagar.
Í hvaða sjóði á ég að sækja?
Mörgum finnst flókið að finna í hvaða sjóði á að sækja. Það fer eftir stéttarfélagsaðild þátttakenda í þeirri fræðslu sem sótt er um styrk til. Ef starfsmannahópurinn (þátttakendur í fræðslunni) er dreifður í mörg stéttarfélög getur verið að það þurfi að haka við fleiri en einn sjóð í umsókn. Hér er yfirlit um aðild stéttarfélaga (og þar með félagsmanna) sem er gagnlegt að glugga í áður en sjóðir eru valdir í umsókn.

Yfirlit um aðild stéttarfélaga að starfsmenntasjóðum atvinnulífsins (pdf)

 

Hvernig sækir fyrirtæki um Fræðslustjóra að láni?

Sótt er um hér og haka þarf við „Fræðslustjóri að láni“.

Hefur þú spurningu?

Hefur þú spurningu sem þig vantar svar við?

4 + 15 =