Heimsóknir

Viltu fá persónulega aðstoð um fræðslu í fyrirtækjum og styrkmöguleika þína?

Ef fyrirtæki þitt óskar eftir stuttri heimsókn aðstandenda Áttarinnar þá vinsamlegast hafið samband á netfangið attin@attin.is, eða í síma 510-1780. Heimsóknin er án skuldbindinga eða kostnaðar fyrir fyrirtækið. Ennfremur er hægt að hafa beint samband við þá starfsmenntasjóði og fræðslusetur sem standa að Áttinni. Heimasíður sjóðanna og setranna er að finna í tenglum (nöfn sjóða) á umsóknarsíðu Áttarinnar.

Dreifibréf um Áttina (1 A4 pdf)

Mörgum finnst flókið að finna í hvaða sjóði á að sækja. Það fer eftir stéttarfélagsaðild þátttakenda í þeirri fræðslu sem sótt er um styrk til. Ef starfsmannahópurinn (þátttakendur í fræðslunni) er dreifður í mörg stéttarfélög getur verið að það þurfi að haka við fleiri en einn sjóð í umsókn. Hér er yfirlit um aðild stéttarfélaga (og þar með félagsmanna) sem er gagnlegt að glugga í áður en sjóðir eru valdir í umsókn.

Yfirlit um aðild stéttarfélaga að starfsmenntasjóðum atvinnulífsins (pdf)

 

 

Efni fyrir kynningaraðila (læst síða)