Fræðslustjóri að láni
Hvernig er sótt um fræðslustjóra að láni og hvernig er ferlið?
1. Umsókn um Fræðslustjóra að láni er fyllt út með nauðsynlegum fylgigögnum:
a) Rökstuðningur.
b) Upplýsingar um þátttakendur og stéttarfélagsaðild.
2. Starfsmenntasjóður hefur samband við fyrirtækið:
-
- Starfskraftur leiðandi sjóðs í verkefninu mun hafa samband við fyrirtækið í kjölfarið og fara yfir forsendur og næstu skref.
- Leiðandi sjóður hefur samband við samstarfssjóði varðandi þátttöku, tímafjölda og fyrirkomulag verkefnis.
3. Drög að samningi:
-
- Ef öllum líst vel á verkefnið, eru gerð drög að samningi.
- Fjöldi tíma sem ráðgjafinn vinnur fyrir fyrirtækið byggir á fjölbreytni starfa innan fyrirtækisins og ákveðnum föstum liðum.
- Markmið verkefnisins er að ná greiningu á þörfum sem miðast við þverskurð af starfsemi fyrirtækisins.
- Einungis er leitað til sjálfstæðra ráðgjafa sem hafa mikla reynslu af verkefnum í fyrirtækjum og eru samþykktir af samstarfssjóðum verkefnisins.
4. Samþykki á verkefninu:
-
- Ef fyrir liggur samþykki á verkefninu er gengið til samninga og verkefnið hefst strax við undirskrift.
- Verkefnið er mótað í fullu samráði við fyrirtækið.
5. Rýnihópur:
-
- Komið er á fót rýnihópum innan fyrirtækisins sem ráðgjafinn leiðir.
- Jafnframt vinnur hann þarfagreiningu og fræðsluáætlun.
- Áætlunin er eign fyrirtækisins og viðkomandi sjóðs.
- Fyllsta trúnaðar er gætt um allt sem við kemur verkefninu.
6. Millifundur:
-
- Um miðbik verkefnis er haldinn millifundur þar sem farið er yfir framgang verkefnisins og fyrstu drög að fræðsluáætlun eru kynnt.
- Starfsfólk samstarfssjóða er tengjast viðkomandi verkefni mæta á þann fund.
7. Að lokum vinnur ráðgjafi að skýrslu þar sem:
-
- framgangi verkefnisins eru gerð skrifleg skil
- fullunninni og samþykktri fræðsluáætlun er skilað
- og formlegri vinnu verkefnisins því lokið.
8. Ráðgjafi sinnir eftirfylgni á verkefninu nokkrum vikum eftir að verkefninu lýkur og aðstoðar fyrirtækið ef þarf.
9. Framhaldsvinnan er síðan í höndum fyrirtækis með því að framfylgja fræðsluáætluninni og sækja um styrki í viðeigandi starfsmenntasjóði.