fbpx

Ráðgjafi á vegum Fræðslustjóra að láni

Til að ferla betur hvaða ráðgjafar starfa á vegum Áttarinnar og hvaða kröfur skulu gerðar til viðkomandi þá hefur eftirfarandi verið dregið upp.

Ráðgjafatengill:

Sjóðir ákveða hver ber ábyrgð á því ferli, svokallaður ráðgjafatengill sjóða. Ráðgjafatengill metur umsóknir ráðgjafa samkvæmt samþykktu ferli. 

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi:

Þeir aðilar sem hafa hug á því að taka að sér verkefni undir merkjum Fræðslustjóra að láni þurfa að sækja formlega um til sjóða.   

Ráðgjafi á vegum símenntunarmiðstöðva eða fyrirtækis:

Þeir aðilar sem hafa hug á því að taka að sér verkefni undir merkjum Fræðslustjóra að láni þurfa að sækja formlega um til sjóða.  Ráðgjafar á þeirra vegum þurfa að vera samþykktir af sjóðum og uppfylla tilgreind skilyrði.

Hæfni ráðgjafa og ferli samþykktar 

Allir þeir sem hafa hug á að taka að sér verkefni Fræðslustjóra að láni, hér eftir kallaður ráðgjafi, þurfa að sækja um það sérstaklega og skila inn umsókn og greinagerð sem tekur til  krafna um menntun og reynslu auk annarra hæfnikrafna.  Ráðgjafatengill metur umsókn, ráðfærir sig við aðra hlutaðeigandi og tekur viðkomandi í viðtal ef þurfa þykir.  

Hæfnikröfur ráðgjafa í Fræðslustjóra að láni: 

Ráðgjafi sem tekur að sér verkefni Fræðslustjóra að láni er fagaðili sem þarf að búa yfir eftirfarandi: 

Kröfur um menntun og starfsreynslu 

Háskólamenntun  

5 ára starfsreynslu úr fyrirtæki 

Marktæk reynsla af verkefnastjórnun 

Aðrar hæfnikröfur, sjá hér fyrir neðan þarf viðkomandi að tiltaka og gera grein fyrir skriflega: 

Aðrar hæfnikröfur: 

Marktæk þekking á fræðslu innan fyrirtækja 

Þekking á aðilum vinnumarkaðarins og starfsmenntasjóðum 

Skilningur á starfs- og rekstrarumhverfi fyrirtækja 

Skilningur og þekking á mikilvægi stefnumótunar og geta til að tengja við fræðslu innan fyrirtækja og starfsþróunar starfsfólks. 

Reynsla af verkefnastjórnun og rýnihópavinnu 

Þekking á námsumhverfi, fræðsluaðilum og framboði á markaði  

Geta til að setja upp vandaða fræðslu- og kostnaðaráætlun 

Góð samskiptafærni  

Fagleg vinnubrögð og metnaður til að skila góðri vinnu. 

 

    • Vilji til að halda sér við og vera upplýstur um breytingar á vinnumarkaði,  fræðsluframboð og fræðsluleiðir í nánasta námsumhverfi. 

*Með starfsmenntasjóðum er  átt við þá sem standa að Áttinni.