Fræðslustjóri að láni
Viðmið sjóða á millifundum
Viðmið sjóða
Millifundur sjóða í Fræðslustjóra að láni
- Á millifundi skulu mæta þeir tengiliðir fyrirtækis við verkefnið ásamt ráðgjafa og fulltrúum samstarfssjóða verkefnisins.
- Á millifundi verður sérstaklega rætt hvernig kynning verkefnis hefur til tekist innan fyrirtækis. Ef kynning hefur verið takmörkuð þá skal bæta út því. Ábyrgð á herðum fyrirtækis.
- Ræða skal hvernig fræðsluáætlun verður kynnt fyrir starfsfólki og hvernig hún skal innleidd. Hlutverk ráðgjafa að tryggja að hugmyndir varðandi kynningu og innleiðingu séu uppi á borði.
- Hvar verður fræðsluáætlunin sýnileg? Er fyrirtækið með facebook-síðu? Innri vef?
- Hlutverk fyrirtækis er að ákveða með hvaða hætti kynningin og innleiðingin verður og fylgja henni eftir.
- Sjóðir ræða hvernig og hvaða upplýsingar þurfa að liggja fyrir varðandi umsóknir á Áttina. Ábyrgð ráðgjafa að fara einnig yfir þessi mál með fyrirtæki.
- SVS kynnir lækkað iðgjald
- Landsmennt og Starfsafl segja frá styrkjum vegna innri fræðslu
- Iðan tryggir að ráðgjafi hafi samband við sviðstjóra fags þegar svo ber undir
- Voru árangurskvarðar notaðir í upphafi verkefnis?
- Hvenær og hvernig skulu þeir endurteknir?
- Er kostnaðaráætlun í samræmi við stærð og vilja fyrirtækis?
*Tekið saman eftir úttekt á FAL 2019