Fræðslustjóri að láni

Umsóknin sjálf og ferlið

 

Áttin
Fræðslustjóri að láni – verkferill yfirlit fyrir ráðgjafa (12.01.2024)


1. Umsókn berst gegnum vefgáttina www.attin.is.

2. Umsókn er sótt af starfskrafti sjóðsins inn á Áttina.

3. Leiðandi sjóður fer með verkefnið fyrir hönd þeirra sjóða sem fyrirtækið hefur hakað við að eigi hlut að verkefninu. Leiðandi sjóður er sá sjóður sem flestir starfsmenn fyrirtækisins tengjast. Upplýsingar um fjölda starfsfólks og stéttarfélagsaðild eru sendar með umsókn.

4. 75-80% starfsfólks þurfa að tilheyra einhverjum samstarfssjóðanna til þess að farið sé af stað með verkefni.

5. Leiðandi sjóður hefur samband við samstarfssjóði varðandi verkefnið. Ef mjög fáir starfskraftar eru hjá samstarfssjóði er það matsatriði hvort sá sjóður komi að verkefninu. Viðmið eru 5 starfskraftar hjá stórum fyrirtækjum og 10% viðmið hjá minni fyrirtækjum.

6. Leiðandi sjóður hefur samband við fyrirtækið vegna fyrirhugaðs verkefnis og fer yfir fyrstu skref og óskar eftir skriflegum svörum við ákveðnum atriðum sem tengjast forsendum þess að fara af stað með verkefnið Fræðslustjóra að láni ef svörin hafa ekki skilað sér með umsókn. Sjá skjal Gátlisti við undirskrift.

7. Ef fyrirtækið hefur ekki þegar valið ráðgjafa í verkefnið eru þeir kynntir – sjá yfirlit yfir ráðgjafa á vefsíðu Áttarinnar – linkur sendur á forsvarsmenn fyrirtækis og fyrirtækið hvatt til að skoða og velja. Tengiliður fyrirtækisins er hvattur til að hitta 2-3 ráðgjafa áður en valið á sér stað.

8. Áður en samningur er undirritaður þá er áætlaður tímafjöldi á verkefnið. Hér er stuðst við skjalið skipting tíma og greiðslu. Þetta skjal er uppfært á hverju ári. Hver sjóður er með sitt eigið skjal undir sínu skjalakerfi en tryggir að verið sé að nota sömu viðmið við skiptingu tíma og greiðslu og kemur fyrir í þessu skjali.

9. Ef samstarfssjóðir eru aðilar að verkefninu sendir leiðandi sjóður tillögu að áætluðum tímajölda verkefnisins til samstarfssjóða til samþykktar.

10. Við gerð samnings er stuðst við verksamning milli fyrirtækis, sjóðs/sjóða og ráðgjafa sem hýstur er undir Fræðslustjóri að láni á www.attin.is. Einnig er gerður viðauki við verksamninginn á milli sjóðs/sjóða og ráðgjafa þar sem fjárhæð tímagreiðslu kemur fram.

11. Skrifað er undir samning rafrænt gegnum Signet, Mikilvægt er að hafa kt. þess sem skrifa undir fyrir hönd fyrirtækis ásamt netfangi og símanúmeri með í ferlinu. Það saman á við um ráðgjafann. Með undirritun allra er verkefnið formlega komið í hendur ráðgjafans.

12. Millifundur er haldinn um miðbik verkefnis, eða þegar drög að fræðsluáætlun liggja fyrir. Ráðgjafi lætur vita hvenær hentar gagnvart verkefninu að halda millifund. Mikilvægt er að ráðgjafi hitti fulltrúa Rafmenntar og IÐUNNAR fyrir millifund þegar Rafmennt og IÐUN eiga hlutdeild í verkefni. Á millifund mæta allir fulltrúar samstarfssjóða verkefnis og fara yfir viðmið sjóða á millifundi.

13. Ráðgjafi sendir lokaskýrslu ásamt fræðsluáætlun og kostnaðaráætlun fyrirtækis á alla hlutaðeigandi sjóði við lok verkefnis. Stuðst við Skjal – Lokaskýrsla innihald.

14. Ráðgjafa er greitt fyrir verkið þegar hann sendir reikning á sjóði en lokaskýrsla verður að hafa borist áður en lokagreiðsla fer fram. ATH ráðgjafi heldur eftir tíma í eftirfylgni sem teknir eru af tímum leiðandi sjóðs. Ef um stórt verkefni er að ræða er heimilt að greiða inn á verkefnið um miðbik þess, sé um það rætt í upphafi.

15. Ráðgjafi hefur samband við fyrirtæki vegna eftirfylgni u.þ.b. tveimur mánuðum eftir lok verkefnis. Stuðst við skjal um eftirfylgni. Ráðgjafi sendir leiðandi sjóði reikning vegna eftirfylgninnar ásamt útfyllu upplýsingablaði um eftirfylgni. Verkefni formlega lokið af hálfu ráðgjafa.

16. Sjóðir fylgjast með hvort umsóknir frá fyrirtækinu berast sjóðunum næstu 12 mánuði frá loknu verkefni FAL og hafa samband ef ekkert hefur borið á fræðslu, né umsóknum í sjóðinn frá fyrirtækinu.