5 Hugmyndir að spurningum

í rafræna könnun

 

 Rafræn könnun samhliða rýnihópavinnu í Fræðslustjóra að láni verkefnum á vegum sjóðanna 

Markmið: styðja við rýnihópavinnunna innan fyrirtækisins með enn meiri hlutdeild starfsfólks þar sem fleiri fá tækifæri til að leggja sitt inn í vinnuna. 

Fyrirtækjum er frjálst að nýta hvaða könnunartól sem er –  skoða alltaf hvort og hvernig Kanni myndi nýtast fyrirtækjum. Ráðgjafi skoðar slíkt með fyrirtæki 

 KanniGoogle forms –  SurveymonkeyMentimeter  eða önnur könnunartól  

Hægt að styðjast við eftirfarandi flokkun og aðlaga spurningar að fyrirtækjum 

_______________________________________________________________________________________ 

Grunnupplýsingar og annað: Hægt að hafa nafn ef vill, starfstöð eða deild

 

 • Tókstu þátt í rýnihópnum? (Já/nei) 
 • Hversu vel þekkir þú til þeirra fræðslustyrkja sem í boði eru? (hvort sem eru frá stéttarfélaginu/ sjóðum eða fyrirtækinu ? (skali 1-5)
 • Hvernig sérðu fyrir þér afrakstur/ hagnað af fræðslunni gagnvart þér sjálfri/sjálfum? (opin spurning)
 • Hvernig telur þú aukna fræðslu innan fyrirtækis koma þér að gagni, hverju telur þú það skila þér? (opin spurning)
 • Hversu hlynnt/ur ertu skyldufræðslu á vegum atvinnurekenda? (skali 1-5) 
 • Hvernig telur þú best að auka þekkingu og fræðslu innan þíns vinnustaðar? (opin spurning)
 • Hversu mikilvægt telur þú tengingu aukinnar hæfni í starfi/ fræðsla við laun? (opin spurning)
 • Hvað vilt þú fá út úr aukinni fræðslu á vinnustað? Svarmöguleikar: Hækkun launa – Meiri ábyrgð á verkefnumStarfsöryggiSkemmtunAukin réttindi/einingar _______________________________________________________________________________________ 

 Fræðsluflokkar: 

 • Hvaða fræðslu sækist þú eftir til að efla þig í starfi? Svarmöguleikar: Þjónusta innri/ytri – Kerfi/ hugbúnaður sem fyrirtækið vinnur – Fagþekking, fagþjálfun sem dýpkar sérfræðiþekkingu mínaSamskiptafærni- Stjórnun- Ferlar og vinnuflæði-Gæðamál- Öryggismál – Lögbundin fræðsla miðað við rekstur
 • Hvers konar fræðslu telur þú mikilvæga fyrir vinnustaðinn? Svarmöguleikar: Fræðsla um: Samskipti – fagþekkingu, öryggisfræðsla, stafræn hæfniaukning í starfi (má velja margar möguleika)
 • Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri í tengslum við fræðslu? (opin spurning)
 • Ertu með hugmyndir að fræðslu sem þú vilt koma á framfæri? (opin spurning) 

_______________________________________________________________________________________ 

Skipulag fræðslu – tímasetningar, staðsetningar 

 • Hvaða tíma dags telur þú best að stunda þína fræðslu? Svarmöguleikar: Fyrir opnun – Fyrir hádegi í upphafi dags – eftir hádegi – hentar ekki að sækja fræðslu á vinnutíma/ eftir vinnutíma – eftir klukkan 15 á daginn

 • Hversu vel á það við um þig að sækja fræðslu stafrænt, þ.e. að þú ráðstafir tíma þínum í fræðslu þegar þér hentar.  Svarmöguleikar:  Á vel við mig – ekki vel við mig, og þá hvernig……. 

 _______________________________________________________________________________________ 

Form fræðslu – staðnám, stafrænt, rafrænt 

 • Hvaða fullyrðing lýsir best hvernig þú kýst að sækja fræðslu? Svarmöguleikar:

                Mér finnst best að sækja fræðslu kennda á vinnustaðnum með samstarfsfólki

                Mér finnst best að fara út úr húsi til að sækja fræðsluna en þó með mínu samstarfsfólki

                Mér finnst best að sækja fræðslu út úr húsi í blönduðum bekk 

                Ég kýs að sæka mína fræðslu í fjarnámi á þeim tíma sem hentar mér 

 • Hvers konar form/ framsetning hentar þér best varðandi fræðslu? Svarmöguleikar: Staðnám – stafræn fræðsla (ræð hvenær ég stunda fræðsluna)rafrænt (ákv.tími skilgreindur t.d. gegnum Teams) – sambland af öllu hér að ofan